Bjarni Finnsson, formaður stjórnar Pokasjóðs verslunarinnar, afhenti Kristjáni Sturlusyni, framkvæmdastjóra Rauða krossins, 5 milljón króna framlag sjóðsins í söfnun vegna afleiðinga fellibylsins í Búrma klukkan ellefu nú í morgun.
Staðfest hefur verið að 22.980 manns hafi látist er fellibylurinn Nargis gekk með mikilli flóðbylgju yfir bakka Irrawaddy- árinnar í Búrma á laugardag en talið er hugsanlegt að allt að 100.000 hafi látið lífið í hamförunum.