Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagist á Alþingi í morgun ekki vera samþykk því að eignarnámi verði beitt til þess að Urriðafossvirkjun geti orðið að veruleika.
Ráðherra svaraði spurningu Atla Gíslasonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um það hvort fyrir lægi stuðningur ríkisstjórnarinnar við eignarnám í málinu neitandi og sagði að forstjóri Landsvirkjunar ekki hafa umboð ríkisstjórnarinnar til eignarnáms.
Einnig sagðist hún telja að það vera hlutverk sveitarstjórnarmanna að hlusta á og taka tillit til óska íbúa í virkjana og umhverfismálum sem öðrum málum.