Þjófnaður á bensínstöð á Ísafirði upplýstur

mbl.is/Július

Lögreglan á Vestfjörðum hefur upplýst þjófnaðarmál á bensínstöðinni á Ísafirði en verulegum fjármunum var stolið aðfaranótt mánudagsins 5. maí.   Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru fjórir menn á aldrinum 16 til 18 ára handteknir vegna rannsóknar málsins.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum fór fram á gæsluvarðhald yfir þremur þeirra og var einn úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 9. maí.  Hafa þeir allir viðurkennt aðild sína að málinu og var þeim sleppt að loknum yfirheyrslum. Þýfið fannst og hefur verið komið til skila, samkvæmt upplýsingum lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka