81% vel launaðra menntamanna sem þátt tóku í sérstakri könnun Capacent á viðhorfum þessa hóps fylgjast oft með fréttum um viðskipti á mbl.is. Fleiri segjast þó fylgjast oft með sjónvarpsfréttum RÚV eða 83%.
Þá segjast 70% þátttakenda fylgjast oft með fréttaflutningi Fréttablaðsins og 61% með fréttaflutningi Morgunblaðsins.
Niðurstöðurnar eru þáttur af könnun sem Capacent gerði um traust á fjölmiðlum sem gerð var meðal um 200 háskólamenntaðra einstaklinga með háar tekjur sem segist fylgjast vel með umræðu um stjórnmál og viðskipti.
Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum við spurningunni: „Ef þú hugsar um fréttir af viðskiptalífinu í dagblöðum, tímaritum, á vefnum, í sjónvarpi og útvarpi, hversu oft fylgistu með fréttum og umfjöllun í/á…”