Boðar aðgerðir gegn notkun nagladekkja

Enn ber á því að öku­menn aki um á negld­um hjól­börðum.  Frá 15. apríl síðastliðinn hef­ur verið óheim­ilt að nota neglda hjól­b­arða nema þess hafi verið þörf við sér­stak­ar aðstæður.  Lög­regl­an á Sel­fossi mun eft­ir 15. maí  kæra þá öku­menn sem staðnir verða að því að aka með neglda hjól­b­arða.

Sekt við því er 5000 krón­ur fyr­ir hvern negld­an hjól­b­arða.  Þannig gæti sekt­in farið í 20000 krón­ur ef all­ir fjór­ir hjól­b­arðar öku­tæk­is eru negld­ir, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Sel­fossi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert