Landeigendur við neðanverða Þjórsá fagna framkominni yfirlýsingu umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, á Alþingi þess efnis að hún muni ekki beita eignarnámi til þess að tryggja Landsvirkjun nauðsynleg lands- og vatnsréttindi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá landeigendum.
„Í ljósi þess að landeigendur við Þjórsá ætla sér ekki að semja við Landsvirkjun um lands- og vatnsréttinndi sín, skora þeir á ríkisstjórn Íslands að gefa Landsvirkjun þegar í stað fyrirskipun um að hætta vinnu við undirbúning virkjana í Þjórsá enda verða þær ekki byggðar nema að undangengnu eignarnámi."