FEB mótmælir gliðnun

Félag eldri borgara í Reykjavík hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun þar sem því er mótmælt að gliðnun sé á milli lífeyris aldraðra og lágmarkslauna, og hvatt er til að hún verði leiðrétt strax.  

„Hinn 30. apríl sl. var samþykkt á fundi fulltrúa LEB (Landssambands eldri borgara), FEB (Félags eldri borgara í Reykjavík), 60+ (Sambands eldri Samfylkingarmanna) og SES (Samtaka eldri sjálfstæðismanna) að fara þess á leit við þingflokka stjórnarflokkanna að lífeyrir eldri borgara, sem ekki hefðu aðrar tekjur en lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins, yrði hækkaður um 9.100 kr. á mánuði frá 1. febrúar sl.

Fundurinn taldi að þessa fjárhæð vantaði til þess að lífeyrir eldri borgara hefði hækkað jafnmikið og lágmarkstekjutrygging í dagvinnu hefði hækkað í síðustu kjarasamningum. Ekkert svar hefur borist frá stjórnarflokkunum við þessu erindi. Bendir allt til þess að ætlunin sé að hundsa erindið.
 
Kjaranefnd FEB telur óviðunandi,að framangreind leiðrétting eigi sér ekki stað strax. Það er verið að búa til nýja gliðnun  milli lífeyris aldraðra og lágmarkslauna. Þessa gliðnun verður að leiðrétta strax. Kjaranefnd telur, að ekki megi slá leiðréttingu á frest."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert