Fréttastofa Sjónvarps fer fram á leiðréttingu frá DV

Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarpsins, segir að Jóhann Hauksson fari með rangt mál í frétt í DV þar sem fram kemur að fréttamenn RÚV hafi verið í Leifsstöð fimmtudaginn 29. ágúst 2002 til þess að ná myndum af handtöku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Óskar fréttastofa Sjónvarps í yfirlýsingu eftir því að DV leiðrétti fréttina.

Yfirlýsing frá Fréttastofu Sjónvarps vegna fréttar  Jóhanns Haukssonar blaðamanns í  DV  1. maí 2008, ,,Ögurstund í Hæstarétti" 

„Í frétt Jóhanns er staðhæft að myndatökumenn og fréttamenn frá RÚV hafi verið í Leifsstöð fimmtudaginn 29. ágúst 2002 og beðið eftir að ná myndum af handtöku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar þegar hann kæmi til landsins með áætlunarflugi í tengslum við svokallað Baugsmál. 

Orðrétt segir Jóhann í greininni, undir  millifyrirsögninni ,Vildu sýna Jón Ásgeir í handjárnum:,,... í kjölfar lögreglunnar fylgdu töku- og fréttamenn frá Ríkissjónvarpinu þess albúnir að mynda atburðarrásina væntanlegu. "  Þetta er rangt hjá Jóhanni. 

Í  Leifsstöð 29.ágúst 2002 var enginn frá fréttastofu Sjónvarpsins, hvorki fréttamenn né myndatökumenn.   Ég hef flett þessu upp í vinnuyfirlitum og fréttalistum fréttastofunnar frá þessum tíma og rætt við þá fréttamenn sem voru á vakt og fjölluðum um málið,  sem og  vaktstjórann  sem stjórnaði fréttavaktinni þennan dag og kannast enginn við það sem Jóhann segir  í grein sinni.  Óskað er eftir að DV leiðrétti þetta ranghermi sem allra fyrst og biðjist velvirðingar á því," að því er segir í yfirlýsingu fréttastofu Sjónvarps.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert