Konur fá oftar leyfi vegna veikinda barna en karlar

Sverrir Vilhelmsson

Starfsmenn voru að meðaltali fjarverandi 8,8 vinnudaga vegna veikinda árið 2007 samkvæmt gagnagrunni Heilsuverndarstöðvarinnar. Starfsmenn á miðjum aldri og eldra er síður fjarverandi vegna veikinda en yngra starfsfólkið og eru yngri aldurshópar tvöfalt meira frá vinnu en þeir eldri. Konur fá leyfi vegna veikinda barna í mun meira mæli en karlar.

Helstu niðurstöður eru þær að meðalfjöldi veikindadaga var 8,8 árið 2007 og
veikindahlutfallið, þ.e. hlutfall veikindadaga á ári af vinnudögum ársins, var 3,9%. Þetta er nokkur aukning frá 2006 þegar veikindadagar voru 8,3 að meðaltali og veikindahlutfallið 3,7%. Veikindadagarnir voru þó færri en á árunum 2000-2003.

Niðurstöður Heilsuverndarstöðvarinnar 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert