Lögmaður Guðmundar Jónssonar, fyrrverandi forstöðumanns Byrgisins, segist ósáttur við þriggja ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Guðmundi vegna kynferðisbrota, sem kveðinn var upp í morgun. Sýslumaður segir dóminn innan þess ramma sem búast hefði mátt við.
Guðmundur var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum konum, en auk fangavistar er honum, samkvæmt dómnum, gert að greiða alls um sex milljónir króna í skaðabætur. Gert er ráð fyrir að dómnum verði áfrýjað. Guðmundur var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna.
Rætt er við Hilmar Baldursson, verjanda Guðmundar, og Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann á Selfossi, í sjónvarpsfréttum mbl.
Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl: