Rice kemur til Íslands

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sækir Ísland heim síðar í mánuðinum, að því er Sean McCormack, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, greindi frá í gærkvöldi að íslenskum tíma.

Rice kemur einnig við í Svíþjóð, þar sem hún mun sækja ráðstefnu yfir 60 ríkja í Stokkhólmi á vegum Sameinuðu þjóðanna um málefni Íraks.

Að sögn McCormacks mun Rice ræða við íslenska embættismenn um tvíhliða samskipti ríkjanna og málefni er varða norðurslóðir.

Þær upplýsingar fengust hjá íslenska utanríkisráðuneytinu að koma ráðherrans hefði enn ekki fengist staðfest, en AFP-fréttastofan greindi frá yfirlýsingu McCormacks í fréttaskeyti í gær.

Var haft eftir Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í skeytinu að hlutverk ráðstefnunnar (ICI) væri að styrkja alþjóðlega samvinnu um uppbyggingu stjórnkerfisins í Írak.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert