Samkomulag um afnot af kirkjum og helgihald

Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup, herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sr. …
Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup, herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sr. Ágúst George, sr. Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup, Msgr. Emil Paul Tscherrig erkibiskup, herra Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup og sr. Kristján Valur Ingólfsson við undirritunina

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson og Reykjavíkurbiskup, herra Pétur Bürcher, hafa undirritað samkomulag sem felur í sér leiðbeiningar um samstarf Þjóðkirkjunnar og Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um afnot af kirkjum. Einnig eru þar leiðbeiningar og hvatning hvað varðar sameiginlegt helgihald.

 Í fréttatilkynningu frá Þjóðkirkjunni segir að í leiðbeiningunum kemur fram að hafa skuli samband með fyrirvara við sóknarprest eða þann sem hann hefur veitt umboð til útláns. Þar sé innig fjallað er um umbúnað og þóknun vegna ræstinga og kirkjuvörslu. Bent er á möguleika á skriflegum samningi ef um reglubundin afnot er að ræða.

í samkomulaginu er einnig hvatt til sameiginlegs helgihalds með bænastundum, lofgjörðar- og prédikunarguðsþjónustum í samstarfi presta og safnaða en kveðið er á um að altarissakramentið verðir ekki haft um hönd við slíkt helgihald, af tillitsemi við mismunandi guðfræðilegan skilning kirknanna á máltíð Drottins.

Leiðbeiningarnar verða sendar öllum prestum Þjóðkirkjunnar og Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert