Yfirlýsing frá Brimborg

Að blekkja neyt­end­ur, er bannað sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um. Eðli­leg og sjálf­sögð neyt­enda­vernd er þó ekki það eina sem vak­ir fyr­ir lög­gjaf­an­um, held­ur er slíkt bann ekki síður nauðsyn­leg for­senda þess að sam­keppni fái þrif­ist. Lög­gjöf­inni er því ekki síður ætlað að stuðla að heiðarlegri og um leið virkri verðsam­keppni, sem myndi ella snú­ast fljót­lega upp í keppni um snjöll­ustu neyt­enda­blekk­ing­arn­ar. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Brim­borg.

„Þessu mik­il­væga mark­miði  5. og. 6. gr. laga nr. 57/​2005 um eft­ir­lit með órétt­mæt­um viðskipta­hátt­um og gagn­sæi markaðar­ins, mega fyr­ir­tæki ekki missa sjón­ar á í markaðsstarfi sínu. Aug­lýs­inga­her­ferðir sem inni­halda skila­boð sem eru röng eða vill­andi skaða neyt­end­ur og rýra um leið traust þeirra á fyr­ir­tækj­um inn­an þeirra at­vinnu­greina sem þau starfa. Þetta á ekki hvað síst við á tím­um vax­andi sam­drátt­ar í efna­hags­líf­inu og verðbreyt­inga sam­fara örum geng­is­breyt­ing­um.

Sem kunn­ugt er hef­ur Brim­borg gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við markaðsher­ferð Heklu „var­an­leg verðlækk­un um allt að 17% gegn verðbólgu.“

Lof­orð sem viðkom­andi umboð gef­ur neyt­end­um stenst ekki skoðun, jafn­vel þó að ein­ung­is sé gefið fyr­ir­heit um „allt að“ 17% verðlækk­un. Sam­kvæmt orðanna hljóðan fel­ur slíkt fyr­ir­heit þó annað og meira í sér en 17% verðlækk­un á ein­um bíl, nán­ar til­tekið Audi A4 1.8 TFSI bens­ín 4 dyra, 6 gíra bein­skipt­ur, sem hef­ur ekki selst hér á landi í hálft þriðja ár. Eng­inn bein­skipt­ur Audi A4 með bens­ín­vél á stærðarbil­inu 1.6 til 2.0 hef­ur selst á ár­inu 2008, eng­inn seld­ist á ár­inu 2007, eng­inn seld­ist á ár­inu 2006 og aðeins tveir bíl­ar seld­ust á ár­inu 2005.

Vel kann að vera að þarna sé um allt að 17% verðlækk­un að ræða. Það er engu að síður aug­ljóst, að verðlækk­un á bíl sem ekk­ert hef­ur selst af, hef­ur eng­in áhrif til lækk­un­ar verðbólgu. Aug­lýs­inga­her­ferðin sem bygg­ir á bar­áttu gegn verðbólgu og læt­ur í veðri vaka að all­ar bíl­teg­und­ir frá Heklu hafi lækkað um allt að 17%, er af þeim sök­um vill­andi fyr­ir neyt­end­ur, ekki rétt­mæt gagn­vart keppi­naut­um og brýt­ur í bága við lög.

Neyt­enda­stofa hef­ur m.a. það hlut­verk að fylgj­ast með því, að fyr­ir­tæki fari að lög­um varðandi aug­lýs­ing­ar og kynn­ing­ar hvers kon­ar og stuðla þannig að vernd neyt­enda og frjálsri sam­keppni. Brim­borg hef­ur sent Neyt­enda­stofu form­lega at­huga­semd vegna um­ræddr­ar aug­lýs­inga­her­ferðar og er stofn­un­in hvött til að bregðast hratt við. Trú­verðug­leiki Heklu er ekki aðeins í húfi, held­ur trú­verðug­leiki bíl­grein­ar­inn­ar í heild."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert