Berst gegn Bitruvirkjun

Lára Hanna Einarsdóttir
Lára Hanna Einarsdóttir mbl.is/Valdís Thor

Lára Hanna Ein­ars­dótt­ir hef­ur staðið fyr­ir bar­áttu gegn áform­um um Bitru­virkj­un, allt að 135 MW jarðgufu­virkj­un, sem fyr­ir­hugað er að reisa við Ölkeldu­háls, við Reykja­dal ofan Hvera­gerðis, og á að fram­leiða raf­magn fyr­ir ál­ver í Helgu­vík.

„Það er ekk­ert auðvelt fyr­ir mig að standa í þessu. Ég er svo at­hygli­fæl­in. En svo má deigt járn brýna, að bíti um síðir,“ seg­ir hún í viðtali við sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins.

Lára Hanna vill að sveit­ar­fé­lagið Ölfus aug­lýsi aft­ur breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi vegna hinn­ar fyr­ir­huguðu virkj­un­ar en frest­ur til at­huga­semda renn­ur út 13. maí.

Lára gagn­rýn­ir harðlega lög­in um um­hverf­is­mat frá 2006 vegna þess að þau geri ráð fyr­ir að fram­kvæmd­araðil­inn sjálf­ur, í þessu til­felli Orku­veita Reykja­vík­ur, sjái um mat á um­hverf­isáhrif­um og til þess sé „feng­inn „óháður fagaðili“, VSÓ-Ráðgjöf, sem gæti átt svo mikið und­ir því að af fram­kvæmd­inni verði, að hann geti ekki verið á móti henni“. Hún held­ur áfram: „Skipu­lags­stofn­un ger­ir ekk­ert annað en að sort­era at­huga­semd­irn­ar og send­ir þær svo til Orku­veit­unn­ar sem fer í gegn­um þær og úr­sk­urðar sjálf í mál­inu. Halló! Heyr­ir eng­inn í mér? Það er ein­fald­lega ekki hægt að ætl­ast til þess að menn séu hlut­laus­ir í svona ferli. Sá sem ætl­ar að reisa virkj­un­ina og sá sem ég tel víst að fái  bita af kök­unni, þess­ir aðilar fara með úr­sk­urðar­valdið!“

Hún vill að þess­ir gall­ar á lög­un­um verði lag­færðir þannig að óháðir aðilar, t.d. há­skól­arn­ir, ann­ist þessi  störf og Skipu­lags­stofn­un fái úr­sk­urðar­valdið að nýju.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert