Ekki gerð refsing fyrir nytjastuld og þjófnað

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur sak­fellt 17 ára pilt fyr­ir nytjastuld og þjófnað, en hon­um var þó ekki gerð sér­stök refs­ing. Pilt­ur­inn afplán­ar fjög­urra ára dóm fyr­ir fjölda brota. Hon­um var þó gert að greiða sak­ar­kostnað, tæp­ar 100 þúsund krón­ur.

Pilt­ur­inn játaði brot sín en hann, í fé­lagi við ann­an mann, tók bif­reið í heim­ild­ar­leysi í Reykja­vík 10. janú­ar 2007. Óku þeir upp í Flóa­hrepp þar sem þeir brut­ust inn í Gaul­verja­bæj­ar­skóla með því að brjóta rúðu í úti­dyra­h­urð. Þaðan stálu menn­irn­ir fimm far­tölv­um, að verðmæti 500 þúsund kr., sem þeir hugðust koma úr landi með DHL-hraðsend­ingu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka