Fá erlendan sérfræðing

Ásta Möller.
Ásta Möller. mbl.is

Fjallað var um greinargerð Ríkisendurskoðunar um svonefnda RAI-skráningu hjá hjúkrunarheimilinu Sóltúni á fundi heilbrigðisnefndar Alþingis í gær.

Fulltrúar Ríkisendurskoðunar og heilbrigðisráðuneytis og forsvarsmenn Sóltúns komu á fund nefndarinnar. „Það er ákveðinn ágreiningur á milli aðila um túlkun á samningnum og á skilgreiningum sem notaðar eru til grundvallar greiðslu. Það er ekki ágreiningur um að þarna er veitt framúrskarandi þjónusta og einstakur aðbúnaður en það eru uppi mismunandi túlkanir á skilgreiningum,“ segir Ásta Möller, formaður nefndarinnar. „Fram kom á fundinum að heilbrigðisráðherra hefur skipað sáttanefnd til þess að komast að niðurstöðu í þessu máli. Verður m.a. kallaður til erlendur aðili sem er sérfróður um RAI-matið, sem er grundvöllur greiðslnanna,“ segir Ásta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert