Fylgst með matarvenjum

Úr skólamötuneyti
Úr skólamötuneyti mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Hugbúnaður að andvirði 14 milljóna króna verður settur upp í mötuneytum allra 39 grunnskóla höfuðborgarsvæðisins fyrir haustið. Hugbúnaðurinn á að tryggja að allir nemendur fái mat auk þess að tryggja öryggi barna með matarofnæmi og -óþol. Þá á hann að auðvelda bókhald og yfirlit yfir greiðslustöðu. Hann getur t.d. látið vita með rauðum ramma utan um mynd af viðkomandi nemanda, hafi matargjald ekki verið greitt.

Óþarfi í fámennum skólum?

Þegar nemandi fær sér að borða og fær sér ábót, þarf hann að stimpla sig inn. Forráðamenn geta þannig fylgst með matarvenjum barnsins í skólanum. Skólahjúkrunarfræðingar hafa einnig aðgang að kerfinu og geta sett inn t.d. upplýsingar um matarofnæmi. Kerfið hefur þegar verið sett upp í Breiðholtsskóla og segir Sigþór Magnússon skólastjóri það hafa reynst vel. Það sé skilvirkt og afgreiðsla á mat gangi vel og hratt fyrir sig. Þó eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti þessa kerfis.

Skólastjóri í grunnskóla Reykjavíkur segir m.a. að í fámennum skólum séu almennt ekki margir nemendur með fæðuóþol og ekki þurfi tölvuskráningu til að fylgjast með því. Í hverjum skóla séu sennilega grænmetisætur, múslimar sem borði ekki svínakjöt o.fl. sem erfitt getur verið að halda utan um í stórum skólum. Þetta sé hins vegar ekki vandamál í fámennum skólum og réttlæti ekki dýran tölvubúnað. Nær væri að nota fjármunina í nauðsynleg tæki frekar en hluti sem sumir skólar hafi lítið með að gera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert