Fylgst með matarvenjum

Úr skólamötuneyti
Úr skólamötuneyti mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Hug­búnaður að and­virði 14 millj­óna króna verður sett­ur upp í mötu­neyt­um allra 39 grunn­skóla höfuðborg­ar­svæðis­ins fyr­ir haustið. Hug­búnaður­inn á að tryggja að all­ir nem­end­ur fái mat auk þess að tryggja ör­yggi barna með mat­arof­næmi og -óþol. Þá á hann að auðvelda bók­hald og yf­ir­lit yfir greiðslu­stöðu. Hann get­ur t.d. látið vita með rauðum ramma utan um mynd af viðkom­andi nem­anda, hafi mat­ar­gjald ekki verið greitt.

Óþarfi í fá­menn­um skól­um?

Skóla­stjóri í grunn­skóla Reykja­vík­ur seg­ir m.a. að í fá­menn­um skól­um séu al­mennt ekki marg­ir nem­end­ur með fæðuóþol og ekki þurfi tölvu­skrán­ingu til að fylgj­ast með því. Í hverj­um skóla séu senni­lega græn­met­isæt­ur, múslim­ar sem borði ekki svína­kjöt o.fl. sem erfitt get­ur verið að halda utan um í stór­um skól­um. Þetta sé hins veg­ar ekki vanda­mál í fá­menn­um skól­um og rétt­læti ekki dýr­an tölvu­búnað. Nær væri að nota fjár­mun­ina í nauðsyn­leg tæki frek­ar en hluti sem sum­ir skól­ar hafi lítið með að gera.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert