Skóflustunga að nýju íþróttahúsi í Kópavogi

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, tekur í dag fyrstu skóflustunguna að nýju íþróttamannvirki í Fagralundi í Fossvogsdal og fer athöfnin fram kl. 12.00.
 
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að íþróttahúsið mun nýtast handknattleiks- og blakfólki HK en þar verður löglegur handboltavöllur sem einkum er ætlaður yngri flokkum.  Auk þess verður félagsaðstaða íþróttafélagsins stækkuð verulega. Íþróttahúsið nýtist enn fremur Snælandsskóla fyrir íþróttakennslu. Á efri hæð verður veitingasalur.
 
Aðkoma að félagsaðstöðu HK við Fagralund verður bætt verulega og bílastæðum fjölgað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert