Væntanleg matvælalöggjöf gæti leitt til þess að innlendri framleiðslu verði ýtt til hliðar á smásölumarkaðnum, að mati þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í landbúnaði. Takmörkuð samkeppni á smásölumarkaði þar sem tveir stórir aðilar ráða ferðinni er helsta áhyggjuefni þeirra.
Með matvælalöggjöfinni, sem mun gera að verkum að Ísland verður hluti af innra markaði Evrópska efnahagssvæðisins með búfjárafurðir, kjötvörur, mjólkurvörur og egg, verður talsverð breyting á skilyrðum íslensks landbúnaðar. Til stendur að löggjöfin verði samþykkt í þessum mánuði og taki gildi 1. júlí og verði að fullu komin til framkvæmda 18 mánuðum síðar.
Jóhannes telur að afleiðingarnar af þessum breytingum verði miklar í landbúnaði: „Ég tel líklegt að það verði 20-40% samdráttur í innlendri búvöruframleiðslu á einu til þremur árum, sem mun hitta búgreinar misjafnlega.“