Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi, samkvæmt áformum stjórnarflokkanna. Þá er til alvarlegrar athugunar að afnema áunninn réttindi þeirra sem hafa fengið þau, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Sjónvarpið.
Náist víðtæk sátt um málið verði hægt að afgreiða nýtt frumvarp í vor.
Í desember árið 2003 voru samþykkt lög frá Alþingi sem bættu eftirlaunakjör forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Fulltrúar allra þingflokka lögðu frumvarpið fram saman. Halldór Blöndal var fyrsti flutningsmaður en þegar að atkvæðagreiðslu kom féllu Vinstri græn og Frjálslyndir frá stuðningi við frumvarpið. Það var þó samþykkt með atkvæðum stjórnarliða og Guðmundar Árna Stefánssonar. Lögin urðu strax umdeild og viðbrögð verkalýðsforystunnar voru frá fyrsta degi harkaleg, að því er fram kom í kvöldfréttum Sjónvarpsins.
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er skýrt kveðið á um að endurskoða beri þessi eftirlaunalög og nú er sú vinna á lokastigi.
Ingibjörg
Sólrún leggur áherslu á að víðtæk sátt náist um þetta mál og því geti
hún ekki fullyrt á þessu stigi hvort þetta frumvarp verður
stjórnarfrumvarp eða hvort fleiri þingflokkar komi að því.