Íslenskar bækur í frönskum apótekum

Ile de Groix
Ile de Groix

Þrjár íslenskar skáldsögur keppa til úrslita í franskri bókmenntakeppni sem leidd verður til lykta á eynni Ile de Groix við sunnanverðan Bretaníuskaga í júlí. Eyjarskeggjum gefst færi á að hafa áhrif á valið og í því skyni liggja bækurnar frammi í nokkrum þjónustufyrirtækjum þar sem fá má þær að láni í nokkra daga.

Sérstök dómnefnd valdi fjórar skáldsögur úr hópi 16 íslenskra ritverka sem gefin hafa verið út í franskri þýðingu hin seinni ár. Ein þessara fjögurra er skáldsagan Fóstbræður eftir Gunnar Gunnarsson (Frères jurés).

Hún kemur þó ekki til álita þar sem Fayard-útgáfan vildi ekki leggja til bækur til kynningar verkanna meðal eyjarskeggja. Því stendur valið endanlega milli þriggja skáldsagna.

Þær eru Skugga-Baldur eftir Sjón (Le moindre des mondes), Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón, eftir Vigdísi Grímsdóttur (Je m'appelle Isbjorg, je suis lion) og og Brotahöfuð eftir Þórarinn Eldjárn (Tête en miettes).

Bók í þorpi

Dómnefndin mun ásamt eyjarskeggjum á Groix veita einni þessara sérstök verðlaun. Tilkynnt verður um niðurstöðuna á þjóðhátíðardegi Frakka, 14. júlí, og í framhaldinu vakin sérstök athygli á verðlaunasögunni.

Til að auðvelda áhugasömum og örva þá til þátttöku í valinu liggja skáldsögurnar þrjár frammi í kössum hjá kjötkaupmanni, í apóteki, gleraugnaverslun eyjunnar, margmiðlunarsafninu, fataverslun og pönnukökuhúsi. Þar verða þær aðgengilegar lysthafendum á tímabilinu 20. apríl til 30. júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert