Miklu fé stolið úr hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu

Miklu fé hefur verið stolið úr hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu um …
Miklu fé hefur verið stolið úr hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Hundruð þúsunda króna var stolið úr hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu um helgina, að því er kemur fram í fréttum RÚV.  Þar kemur fram að þjófarnir hafi notað stolin eða fölsuð erlend greiðslukort til að stela úr hraðbönkum hér á landi.  Grunurinn beinist að erlendum þjófagengjum, samkvæmt frétt RÚV en engar handtökur hafa farið fram. 

Þá kemur fram að greiðslukortafyrirtækin hafi gripið til þess ráðs að takmarka úttektir af erlendum greiðslukortum og að þau fylgist grannt með og skoði hverja einustu færslu.  Grunur kviknaði á föstudaginn um að eitthvað óeðlilegt væri á seyði.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað hvort þetta mál tengist öðru svipuðu máli sem átti sér stað um páskana þegar tveir erlendir karlmenn á fertugsaldri voru handteknir í Leifsstöð grunaðir um kortasvik í hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu.  Lögregla segir málið vera í rannsókn og frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert