Utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun koma til Íslands 30. maí. Aðeins er um að ræða dagsheimsókn en undirbúningur fyrir heimsóknina er á byrjunarstigi.
Rice kemur hingað til lands frá Stokkhólmi í Svíþjóð en þar mun hún taka þátt í ráðstefnu um málefni Íraks. Hún mun hitta helstu ráðamenn landsins og ræða við þá um mikilvæg mál, s.s. samskipti Bandaríkjanna og Íslands.