Aðfararnótt laugadags mældist ökumaður er ók Reykjanesbraut á Strandarheiði í átt að Reykjanesbæ á 183 km á klst. þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km á klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Um níuleytið á laugardagskvöldið mældist ökumaður er ók Reykjanesbraut á Strandarheiði í átt að Hafnarfirði á 184 km á klst. þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km á klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og annar ökumaður var sviptur ökuréttindum vegna gruns um ölvun við akstur.
Aðfararnótt sunnudags var tilkynnt um bílveltu á Grindavíkurvegi norðan við Seltjörn. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en meiðsl þeirra ekki talin alvarleg.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabrigða. Annar ökumaður var stöðvaður vegna meints aksturs undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og mældist annar þeirra á 140 km á klst. þar sem leyfður hámarkshraði er km á klst. á Reykjanesbrautinni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.