Aukin tíðni sortuæxla

Sortuæxlum á Íslandi hefur fjölgað verulega síðustu áratugi, sérstaklega hjá konum. Þá fara konur oftar í sólbað og brenna oftar en karlar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri og viðamikilli könnun sem ber heitið

Fram kemur í könnuninni að sortuæxli séu algeng hjá ungum konum og eldri körlum. Þá segir að miðað við þekkingu á eðli húðkrabbameina bendi allt til að Íslendingar verði að jafnaði fyrir of mikilli geislun frá sól og ljósabekkjum.

Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnisstjóri skólafræðslu hjá Lýðheilsustöð, bendir á að geislun sólar og frá ljósabekkjum sé vel þekktur orsakavaldur húðkrabbameina. Hann segir að ýmsar leiðir séu færar til að draga út geislun á húð og þá sé mikilvægt að börn og foreldrar séu frædd um áhrif of mikillar geislunar.

Könnunin Heilsa og líðan Íslendinga er ein umfangsmesta póstkönnun sem gerð hefur verið á Íslandi en henni var stýrt frá Lýðheilsustöð í samvinnu við ýmsa sérfræðinga frá Kennaraháskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Akureyri, Landlæknisembættinu, Vinnueftirlitinu og Krabbameinsfélagi Íslands. Auk spurninga um sólböð og sólbruna þá var einnig spurt um andlega og líkamlega heilsu, lyfjanotkun, svefn, reykingar, áfengisneyslu, atvinnuumhverfi, tannheilsu og næringu svo nokkur dæmi séu tekin.

Markmið rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um heilsu, líðan, lífsgæði og sjúkdóma fólks á Íslandi, svo og um helstu áhrifaþætti heilbrigðis, þ.e. lífshætti aðstæður og lífsskilyrði. Áhersla var lögð á að mæla þætti sem töluleg gögn íslenska heilbrigðiskerfisins og Hagstofu Íslands ná ekki yfir. Rannsókninni er ætlað að vera grunnur að reglubundnum mælingum á heilsu, liðan og lífsgæðum fólks á Íslandi. Gögn rannsóknarinnar verða nýtt bæði af háskólasamfélaginu og af opinberum aðilum m.a. til stefnumótunar til að skapa landsmönnum tækifæri til heilbrigðs lífs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert