Aukin tíðni sortuæxla

00:00
00:00

Sortuæxl­um á Íslandi hef­ur fjölgað veru­lega síðustu ára­tugi, sér­stak­lega hjá kon­um. Þá fara kon­ur oft­ar í sólbað og brenna oft­ar en karl­ar. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri og viðamik­illi könn­un sem ber heitið

Fram kem­ur í könn­un­inni að sortuæxli séu al­geng hjá ung­um kon­um og eldri körl­um. Þá seg­ir að miðað við þekk­ingu á eðli húðkrabba­meina bendi allt til að Íslend­ing­ar verði að jafnaði fyr­ir of mik­illi geisl­un frá sól og ljósa­bekkj­um.

Svein­björn Kristjáns­son, verk­efn­is­stjóri skóla­fræðslu hjá Lýðheilsu­stöð, bend­ir á að geisl­un sól­ar og frá ljósa­bekkj­um sé vel þekkt­ur or­saka­vald­ur húðkrabba­meina. Hann seg­ir að ýms­ar leiðir séu fær­ar til að draga út geisl­un á húð og þá sé mik­il­vægt að börn og for­eldr­ar séu frædd um áhrif of mik­ill­ar geisl­un­ar.

Könn­un­in Heilsa og líðan Íslend­inga er ein um­fangs­mesta póst­könn­un sem gerð hef­ur verið á Íslandi en henni var stýrt frá Lýðheilsu­stöð í sam­vinnu við ýmsa sér­fræðinga frá Kenn­ara­há­skóla Íslands, Land­búnaðar­há­skóla Íslands, Há­skóla Íslands, Há­skól­an­um í Reykja­vík, Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri, Land­læknisembætt­inu, Vinnu­eft­ir­lit­inu og Krabba­meins­fé­lagi Íslands. Auk spurn­inga um sól­böð og sól­bruna þá var einnig spurt um and­lega og lík­am­lega heilsu, lyfja­notk­un, svefn, reyk­ing­ar, áfeng­isneyslu, at­vinnu­um­hverfi, tann­heilsu og nær­ingu svo nokk­ur dæmi séu tek­in.

Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar er að afla upp­lýs­inga um heilsu, líðan, lífs­gæði og sjúk­dóma fólks á Íslandi, svo og um helstu áhrifaþætti heil­brigðis, þ.e. lífs­hætti aðstæður og lífs­skil­yrði. Áhersla var lögð á að mæla þætti sem tölu­leg gögn ís­lenska heil­brigðis­kerf­is­ins og Hag­stofu Íslands ná ekki yfir. Rann­sókn­inni er ætlað að vera grunn­ur að reglu­bundn­um mæl­ing­um á heilsu, liðan og lífs­gæðum fólks á Íslandi. Gögn rann­sókn­ar­inn­ar verða nýtt bæði af há­skóla­sam­fé­lag­inu og af op­in­ber­um aðilum m.a. til stefnu­mót­un­ar til að skapa lands­mönn­um tæki­færi til heil­brigðs lífs. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert