Einar: Órökstuddar fullyrðingar

Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra hafnar algerlega fullyrðingum Jóhannesar Torfasonar á Torfalæk, en Jóhannes segist í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag telja líklegt að innlend búvöruframleiðsla muni dragast saman um 20-40% á næstu einu til þremur árum verði ný matvælalöggjöf Evrópusambandsins tekin upp hér á landi.

„Þetta eru órökstuddar fullyrðingar og það er merkilegt að menn, sem hafa sagst vilja láta fara fram útreikninga á áhrifum löggjafarinnar, telja sig geta haldið þessu fram áður en slíkir útreikningar hafa farið fram.“ Einar segir löggjöfina munu hafa áhrif á íslenskan landbúnað og hafi hann aldrei haldið öðru fram.

„Staða íslenskra landbúnaðarafurða er traust enda njóta þær mikillar velvildar íslenskra neytenda. Ég hef einnig verið talsmaður þess að verja landbúnað með tollum þótt það sé umdeilt mál enda eru þeir mikið skjól fyrir landbúnaðinn.“

Einar segir að með breytingum á matvælalöggjöf ESB sé óbreytt staða Íslands ekki lengur möguleg. „Við stóðum frammi fyrir því að annaðhvort féllum við frá undanþágum í landbúnaði eða stæðum fyrir utan regluverkið og værum þriðja lands ríki þegar kæmi að inn- og útflutningi matvæla til og frá ESB. Það sér hver maður að slík staða hefði verið óþolandi enda hefði útflutningur okkar verið settur í uppnám.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert