Ekkert lát á hækkun bensínverðs

Ekki sér fyr­ir end­ann á bens­ín­verðshækk­un­um sem virðast koma fljót­lega hver á eft­ir ann­arri. Í gær hækkaði N1 verðið hjá sér um 2 kr. og kost­ar lítr­inn af 95 okt­ana bens­íni nú 158,90 kr. í sjálfsaf­greiðslu. Dísi­lolí­an kost­ar 171,90 kr.

Hjá Magnúsi Ásgeirs­syni, inn­kaupa­stjóra hjá N1, feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að hækk­un­in stafaði af veik­ingu krón­unn­ar. Ætla má að hin stóru olíu­fé­lög­in fylgi fast í kjöl­farið en í gær­kvöldi kostaði bens­ín­lítr­inn 156,6 kr. hjá Olís og Skelj­ungi og lítr­inn af dísi­lol­íu 169,50 kr.

Sjálfsaf­greiðslu­stöðvarn­ar ÓB, Ork­an og Atlantsol­ía selja all­ar bens­ín á tæp­ar 155 kr./​l og dísi­lol­í­una á 167,1-167,9 kr./​l. At­hygli vek­ur að hjá sjálfsaf­greiðslu­stöðinni Egó kost­ar lítr­inn af bens­íni 157,2 kr. og dísil 170,2 kr. sem er dýr­ara en hjá Olís og Skelj­ungi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert