Erfðabreytt á borðið

Eng­ar sérregl­ur gilda á Íslandi um inn­flutn­ing erfðabreyttra mat­væla. Þau finn­ast nú víða um heim og telja marg­ir að plöntu­erfðatækni verði lyk­il­atriði í að brauðfæða fjölg­andi mann­kyn á ört rýrn­andi rækt­un­ar­landi. Byrjað er að rækta erfðabreytt bygg hér­lend­is, þó ein­göngu til sér­virkr­ar pró­tín­fram­leiðslu í lyf, lyfjaþróun og til iðnaðarnota. Kyn­bæt­ur hafa verið stundaðar all­ar ald­ir með blönd­un skyldra teg­unda. Erfðabæt­ur byggj­ast hins veg­ar á líf­tækni, þar sem erfðamengi líf­vera er breytt til að styrkja eft­ir­sókn­ar­verða eig­in­leika. Oft er það gert með því að blanda sam­an jurta- og dýra­ríki.

Jón Gísla­son, for­stjóri Mat­væla­stofn­un­ar, seg­ir enga sér­staka lög­gjöf í land­inu um inn­flutn­ing þess­ara mat­væla og því ekki fylgst með því. Til sé Evr­ópu­lög­gjöf um erfðabreytt mat­væli og fóður, en hún hafi ekki enn verið tek­in inn í EES-samn­ing­inn. Unnið sé að því og gert ráð fyr­ir að hér­lend­is komi lög­gjöf bæði um erfðabreytt mat­væli og fóður inn­an tíðar. Þá mun aðeins verða leyfi­legt að flytja inn mat­væli og fóður unn­in úr vör­um sem fengið hafa samþykki hjá Evr­ópu­sam­band­inu og geng­ist und­ir áhættumat viðkom­andi yf­ir­valda, til að staðfesta að vör­urn­ar séu í lagi frá heilsu­fræðilegu sjón­ar­miði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert