Ferðamaður fundinn

Ítalskur ferðamaður, sem byrjað var að leita að á Breiðamerkurjökli, er fundinn heill á húfi en neyðarsendir, sem maðurinn var með, hóf að senda um miðjan dag í dag. Maðurinn var við vestanverða jökulröndina og hafði sendirinn farið í gang annað hvort fyrir mistök eða vegna bilunar.

Starfsfólk frá Breiðamerkurlóni fór á fjórhjólum að jöklinum og fann Ítalann. Hann er hins vegar handan straumharðrar ár og því hefur ekki náðst af honum tal. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og var komin að jöklinum en var snúið til baka um klukkan 17:45.

Sendirinn fór í gang klukkan 15:24 í dag og 15 mínútum síðar fékkst staðfesting á sendingunni. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hóf þegar í stað eftirgrennslan um hvort einhver verið á ferðinni á jöklinum með sendi og fékkst staðfest frá björgunarmiðstöðinni í Bodø í Noregi að eigandi þessa tiltekna neyðarsendis væri Ítali á ferðalagi hér á landi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert