Flóttafólk verði boðið velkomið til Reykjavíkur

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks í Velferðarráði Reykjavíkurborgar leggja fram tillögu í ráðinu á morgun um að bjóða hóp flóttamanna frá Palestínu velkomin til Reykjavíkurborgar.

Í tilkynningu frá fulltrúunum segir, að ætlunin hafi verið að búa flóttafólkinu framtíðarheimili á Akranesi en í fjölmiðlum síðustu daga hafi komið skýrt fram í máli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, formanns félagsmálaráðs á Akranesi, að ekki sé rétt að taka á móti flóttafólki þangað heldur eigi bærinn að einblína á vanda bæjarbúa.

„Það er mat okkar að ekki sé leggjandi á flóttafólk að flytjast í bæjarfélag þar sem formaður félagsmálaráðs er á móti komu þeirra og vinnur opinberlega gegn dvöl þeirra þar. Það er trú okkar að þó svo sömu flokkar stýri málum í Reykjavík og á Akranesi, þá verði önnur afstaða tekin til málsins hér í borg," segir í tilkynningunni, sem Björk Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, skrifar undir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert