Fyrsta útförin á vegum Siðmenntar

Fyrsta útförin, sem athafnarstjóri á vegum Siðmenntar stýrir, fór fram í Bænhúsinu við Fossvogskirkjugarð á föstudaginn.  Svanur Sigurbjörnsson, umsjónarmaður athafnarþjónustu Siðmenntar og einn af sex athafnarstjórum sem félagið hefur á sínum vegum,  stýrði athöfninni. 

Í tilkynningu frá Siðmennt segir, að félagið sé lífsskoðunarfélag sem vilji bjóða upp á þjónustu við félagslegar athafnir fjölskyldna. Athafnir Siðmenntar séu ekki með trúarlegu sniði en innihaldi hugvekju um lífið og tilveruna út frá húmanískri nálgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert