Fyrsta útförin, sem athafnarstjóri á vegum Siðmenntar stýrir, fór fram í Bænhúsinu við Fossvogskirkjugarð á föstudaginn. Svanur Sigurbjörnsson, umsjónarmaður athafnarþjónustu Siðmenntar og einn af sex athafnarstjórum sem félagið hefur á sínum vegum, stýrði athöfninni.
Í tilkynningu frá Siðmennt segir, að félagið sé lífsskoðunarfélag sem vilji bjóða upp á þjónustu við félagslegar athafnir fjölskyldna. Athafnir Siðmenntar séu ekki með trúarlegu sniði en innihaldi hugvekju um lífið og tilveruna út frá húmanískri nálgun.