Harður árekstur varð við Skorholt, rétt sunnan við Hafnarfjall á Vesturslandsvegi um áttaleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi eru bílarnir gjörónýtir og allir sem í þeim voru fluttir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið á Akranesi. Talið er að meiðsl þeirra séu minniháttar.
Að sögn lögreglu virðist sem tófa eða eitthvað annað dýr hafi hlaupið í veg fyrir annan bílinn og hann sveigt yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann lenti framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Í annarri bifreiðinni var kona og barn en í hinni var ökumaður einn á ferð. Ekki er talið að þau séu alvarlega slösuð og þykir mesta mildi að ekki fór verr, að sögn lögreglu.