Bleyjurnar hækkuðu verulega

„Bleyjurnar hækkuðu verulega,“ segir foreldri tvíbura, sem ekki var alls kostar sátt við ummæli Guðmundar Marteinssonar, rekstrarstjóra Bónuss, í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Guðmundur að hvorki hefði orðið hækkun á Pampers eða Libero-bleyjum hjá Bónus síðustu mánuði.

Foreldrið sem um ræðir lét Morgunblaðinu í té innkaupastrimla sína. Þar sést að pakki af Liberos maxi + bleyjum fyrir 10-16 kg þungt barn kostaði 963 krónur í Bónus 24. mars sl. 9. apríl kostaði sama pakkning 1.259 krónur, sem er 296 króna munur, eða tæplega 24% verðhækkun. Í gær kostuðu sami bleyjupakki 1.279 krónur. Frá mars og fram í apríl urðu ekki breytingar á verði pakka af bleyjuþurrkum frá Pampers.

Guðmundur Marteinsson segir að á heildina litið hafi lítil hækkun orðið á barnavörum hjá Bónus.

22. október kostuðu bleyjurnar 1.259 krónur og 14. nóvember 2006 kostaði pakkinn 1.285 krónur,“ segir hann. Bleyjurnar kostuðu 963 krónur í janúar, febrúar og fram í mars á þessu ári. Í lok mars hækkuðu þær í 1.098 krónur, í 1.259 krónur í apríl og loks í 1.279 krónur, sem er núverandi verð.

„Við eltum öll tilboð, þetta getur tengst því,“ segir Guðmundur. Hugsanlegt sé að samkeppnisaðili hafi verið með tilboð í gangi og því hafi verðið í Bónus lækkað um tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert