Gagnrýna auglýsingar frá Keili

 Forstöðumenn hjúkrunarfræðináms við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands gagnrýna auglýsingar sem birst hafa  um nám í hjúkrunarfræði á vegum Keilis vilja þeir tveir háskólar sem hafa leyfi frá menntamálaráðuneytinu til að mennta hjúkrunarfræðinga og segja að engir formlegir samningar hafa átt sér stað milli skólanna og Keilis.

„Vegna auglýsinga sem birst hafa í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu undanfarna daga um nám í hjúkrunarfræði á vegum Keilis vilja þeir tveir háskólar sem hafa leyfi frá menntamálaráðuneytinu til að mennta hjúkrunarfræðinga taka fram að engir formlegir samningar hafa átt sér stað milli skólanna og Keilis.

Þessar auglýsingar byggja því ekki á réttum forsendum um framboð á námi í hjúkrunarfræði á vegum Keilis. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri leggja áherslu á að menntun hjúkrunarfræðinga er einungis bundin við viðurkennda háskóla sem fengið hafa viðurkenningu á tilteknum fræðasviðum samkvæmt lögum um háskóla nr. 63/2006.

Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri fengu síðast viðurkenningu frá menntamálaráðuneytinu til að mennta hjúkrunarfræðinga þann 22. apríl 2008. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri vilja ítreka að undanfarið hefur aðgengi að hjúkrunarfræðinámi opnast verulega. Fjöldatakmörkun hefur verið lögð af við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands  og námsplássum við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri hefur fjölgað mikið. Það er því greiður aðgangur að námi í hjúkrunarfræði hér á landi," að því er segir í yfirlýsingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert