Gjaldskylda að hluta endurskoðuð

Ekki er unnið að því að afnema eða endurskoða lög um iðnaðarmálagjald hjá iðnaðarráðneytinu. Hins vegar eru lög um sambærileg gjöld til endurskoðunar hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Ekki tókst að leggja fram frumvarp um málið á þessu þingi en stefnt er að því að leggja það fram á haustþingi. Undirbúningur að endurskoðun laganna fór af stað í kjölfar skýrslu starfshóps fimm ráðuneyta um lögbundna gjaldtöku í þágu hagsmunasamtaka sem kom út árið 2006. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að endurskoða þyrfti eða afnema ákveðin lagaákvæði um slíka gjaldtöku til að eyða öllum vafa um hvort þau stæðust félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hefur frá árinu 2005 viljað ganga lengra og skorað á stjórnvöld að fella lög sem kveða á um lögbundna gjaldtöku til samtakanna úr gildi. Viðbrögð stjórnvalda við því hafa hingað til verið „róleg“ líkt og Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri samtakanna orðar það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert