Haldið inni vegna almannahagsmuna

Gæsluvarðhaldi var framlengt vegna almannahagsmuna.
Gæsluvarðhaldi var framlengt vegna almannahagsmuna. mbl.is/Ómar

Gæsluvarðhald háskólakennara sem grunaður er um barnaníðslu hefur verið framlengt um þrjá mánuði. „Nú er honum haldið inni vegna almannahagsmuna til 13. ágúst," sagði Björgvin Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Hinn grunaði hefur kært þann úrskurð til Hæstaréttar.

„Við teljum ekki lengur þörf á að hafa hinn grunaða í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna en teljum að vegna alvarleika brotsins og réttarvitundar þurfi að halda honum inni þangað til að dómur fellur," sagði Björgvin.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. apríl vegna gruns um að hann hafi ítrekað nauðgað börnum sínum fjórum, dætrum og syni, á fimmtán ára tímabili.

Þá hefur borist kæra vegna brota gegn stúlku utan fjölskyldunnar, vinkonu einnar dóttur kennarans.

Rannsókn á lokastigi

Björgvin sagðist reikna með að rannsókn málsins myndi ljúka fyrir næstu mánaðarmót en þá fer málið til ríkissaksóknara sem ákveður hvort hann höfðar mál gegn þessum manni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert