Tveir karlmenn og ein kona, sem voru handtekin í gær grunuð um að hafa reynt að svíkja fé út úr harðbönkum í borginni um síðustu helgi, voru í dag úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fólkið, sem er frá Rúmeníu og kom hingað til lands 8. maí, er grunað um að hafa ætlað að ná fjármunum úr hraðbönkum með stolnum greiðslukortaupplýsingum.
Við handtöku og húsleitir fundust á þriðja hundrað kort með greiðslukortaupplýsingum sem talið er að aflað hafi verið með ólögmætum hætti af kortum grunlausra kortanotenda erlendis.