Gissur Guðmundsson hefur verið kjörin forseti alheimssamtaka Klúbba Matreislumeistara (WACS), ásamt Hilmari B. Jónssyni sem varaforseta og Helga Einarssyni sem ritara. Í samtökunum WACS eru 84 þjóðir með um 8 milljónir félagsmanna.
Þing samtakanna stendur nú yfir í Dubai. Um fimm hundruð manns sitja það, og naut framboð Íslendinga til stjórnar mikils stuðnings. Þetta var í fyrsta sinn sem kosið var í stjórn samtakanna, en hingað til hefur jafnan aðeins komið fram eitt framboð og því verið sjálfkjörið í stjórnina.