Stjórn Landsambands ungra frjálslyndra lýsir yfir fullum stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson, varaformann Frjálslynda flokksins og kjörinn varabæjarfulltrúa Frjálslynda flokksins á Akranesi.
Í tilkynningu frá stjórninni segir að stjórn ungra frjálslyndra telji það ólýðandi að Karen Jónsdóttir, kjörinn fulltrúi frjálslyndra á Akranesi, sem hafi nú gengið í Sjálfstæðisflokkinn, hafi lítilsvirt og svikið kjósendur sína með þeim gjörningi sínum.
Karen Jónsdóttir var kosin fyrir Frjálslynda flokkinn og óháða en ekki Sjálfstæðisflokkinn, segir í tilkynningunni.