Samstarf um frumkvöðla- og orkusetur

Keilir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar undirrituði í dag samning um uppbyggingu og rekstur  frumkvöðla- og orkuseturs, Eldey, á háskólasvæði Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Keflavíkurflugvelli.

Í tilkynningu kemur fram að hlutverk Eldeyjar er að skapa þekkingarumhverfi, aðstöðu og umgjörð fyrir frumkvöðla til að vinna að nýsköpun og að veita þeim faglega þjónustu og stuðning við framgang hugmynda sinna. Auk þess mun Eldey hýsa kennslu Keilis í frumkvöðlafræði  og aðra starfsemi Keilis á vegum skóla skapandi greina og Orku- og tækniskóla.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert