Sjúkrahús sameinast um lyfjaútboð

Öll sjúkrahús landsins munu sameinast um útboð á lyfjum í framtíðinni. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra en hann mun í dag kynna ýmsar nýjungar tengdar lyfjamálum.

Einnig verður leitað samstarfs við öldrunarstofnanir í lyfjaútboðum. Stefnt er að því að bjóða út lyf í samstarfi við Dani og Norðmenn og þá hafa Færeyingar lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í lyfjaútboðum með Íslendingum. Guðlaugur segir útboð sem farið hafa fram eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum þegar hafa skilað miklum árangri.

Annað sem hefur skilað árangri er stytting biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Mest fór fjöldinn upp í 140 manns og voru 70-80 manns á honum í febrúar. Guðlaugur segir að eftir breytingar á vinnureglum um vistunarmat sé listinn vart til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert