Umræðan Sjálfstæðisflokknum afar erfið

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. mbl.is/Frikki

„Þetta er alls ekki viðunandi niðurstaða fyrir okkar ágæta flokk. Umræðan hefur verið okkur sjálfstæðismönnum afar erfið undanfarna mánuði, eins og flestir þekkja. Við fengum 42% í síðustu kosningum. Því tökum við þessar tölur mjög alvarlega," segir segir VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar um fylgi flokkanna í borginni. 

„Það eitt vakir hins vegar fyrir okkur að vinna vel að brýnum hagsmunamálum borgarbúa. Það höfum við verið að gera og erum að gera. Þessi meirihluti er búinn að koma miklu fleiri málum í höfn en síðasti 100 daga meirihluti. Við höfum staðið við málefnasamning okkar. Sjálfstæðisflokkurinn verður vonandi dæmdur af verkum sínum þegar þar að kemur,“ .

Fylgi Sjálfstæðisflokks í Reykjavík mældist 30,1% í skoðanakönnun Capacent Gallup, sem gerð var 1. mars til 16. apríl, fyrir borgarstjórnarflokk VG að því er Ríkisútvarpið greindi frá í gær. Skv. þessu myndi flokkurinn missa tvo borgarfulltrúa, en hann hefur tapað tæpra 8% fylgi síðan í febrúar. Samfylkingin fengi 47,1%, fengi sjö fulltrúa og væri nálægt því að ná áttunda fulltrúanum. VG fengi þrjá fulltrúa og 18,9% atkvæða en hvorki Framsókn né F-listi næðu manni inn.

Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi segir meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks bersýnilega eiga eftir að sanna sig fyrir borgarbúum. Það muni hann gera út kjörtímabilið og tölur skoðanakannana endurspegli það væntanlega. „Þrætustjórnmál fara Samfylkingu og Vinstri grænum vel. Þeim virðist farnast vel við að rífa niður og gera tortryggilegt það sem vel er gert. Eftir þá liggur hins vegar lítið sem ekkert eftir 100 daga setu í meirihluta í borgarstjórn og varð það öllum sem til þekktu æ ljósara með hverjum degi sem leið,“ segir hann.

Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir kváðust ekki hafa náð að kynna sér könnunina í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert