Eldsneytisverð hækkaði á afgreiðslustöðvum N1 í dag. Bensín hækkaði um 3 krónur og aðrar olíur um 5 krónur. „Ummæli Írana um endurskoðun á eldsneytisframleiðslu og titringur milli þeirra og Bandaríkjanna valda þessu," sagði Magnús Ásgeirsson innkaupastjóri eldsneytis hjá N1.
Magnús sagði að núna færi saman gengisþróun og hið háa heimsmarkaðsverð.
„Olíuverðið er greinilega svo viðkvæmt að menn mega ekki tala svona því þá fer allt af stað," sagði Magnús í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.