Vilja afnema lögin

„Við höfum ítrekað óskað eftir því við stjórnvöld síðastliðin tæp þrjú ár að fella þessi lög úr gildi,“ segir Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. „Við teljum að það sé eðlilegt að innheimta félagsgjöld beint frá félagsmönnum, að það sé ekki gert með lögum.“ Samtökin fá nú samkvæmt lögum um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins frá árinu 1986 0,08% af aflaverðmæti á hverju ári. Að sögn Friðriks hefur þetta numið rúmlega 40 milljónir kr. á ári að meðaltali frá árinu 2000.

„Í sjálfu sér er þetta hluti af félagsgjöldum félagsmanna til LÍÚ,“ segir Friðrik. Yfirgnæfandi hluti greiðenda eru félagsmenn. Hann segir féð ekki eyrnamerkt sérstökum verkefnum heldur notað til almenns reksturs samtakanna.

Það var fyrst á aðalfundi LÍÚ í október árið 2005 sem skorað var á stjórnvöld að afnema lögin og leggja gjöldin niður þar með. „Það gengur eitthvað voða rólega,“ segir Friðrik spurður um viðbrögð stjórnvalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert