164 fyrrum ráðherrar og þingmenn fá eftirlaun

164 fyrrverandi þingmenn og ráðherrar þáðu eftirlaun í fyrra, samtals um 250 milljónir króna. Af þeim eru jafnframt 15 í launaðri vinnu hjá ríkinu.

Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins og var vísað í upplýsingar frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

35 fyrrverandi ráðherrar fengu greidd eftirlaun í fyrra, samtals nærri 50 milljónir króna. 6 þeirra voru jafnframt í launuðu starfi hjá ríkinu. 129 óbreyttir þingmenn þáðu eftirlaun frá sjóðnum, samtals rúmar 200 milljónir króna. 9 þeirra voru á sama tíma í launuðum störfum hjá ríkinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert