50 ár í öskunni

„Ég ætlaði að aldrei að vera svona lengi,“ segir Óskar Ágústsson, starfsmaður Sorphirðunnar í Reykjavík, sem hefur náð þeim merka áfanga að hafa starfað samfellt í 50 ár í öskunni.

Óskar, sem fetaði í fótspor föður síns, segir vinnustaðinn vera góðan og er ánægður með samstarfsfélagana. Ánægjan hafi allt að segja því ef hún væri ekki til staðar væri hann löngu hættur.

Óskar man tímana tvenna og segir mikið hafa breyst frá því sem var þegar hann steig sín fyrstu skref í sorphirðunni.

Þrátt fyrir að vinnan í dag sé ekki eins líkamlega erfið og hún var á árum áður þá segir Óskar að sl. vetur hafi verið starfsmönnum sorphirðunnar erfiður.


Í tilefni tímamótanna verður haldið kaffiboð í Grasagarðinum í Laugardal, en þar verða samankomnir vinnufélagar Óskars, nánasta fjölskylda hans og fulltrúar frá stéttarfélaginu Eflingu. Þá má geta þess að nánasti samstarfsmaður Óskars, Þórólfur Þorleifsson, átti 50 ára afmæli hjá Sorphirðunni á síðasta ári.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert