Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í dag að Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður heilbrigðisnefndar, kallaði aftur bréf, sem hún sendi með frumvarpi um sjúkratryggingar til ýmissa aðila með beiðni um umsagnir um frumvarpið.
Ásta sagði enga ástæðu til að kalla aftur bréf, sem hún sendi í eigin nafni. Hún sagði að fyrir sér hefði vakað að greiða fyrir afgreiðslu frumvarpsins, sem tekið var til fyrstu umræðu á Alþingi í dag.
Bent var á, að heilbrigðisnefnd Alþingis fengi forræði málsins eftir að því væri vísað þangað og það væri hlutverk nefndarinnar, en ekki einstakra þingmanna, að ákveða hverjir fá frumvarpið til umsagnar.