Allir telja eðlilegt að fresta afgreiðslu frumvarpsins

„Ég hef engan hitt ennþá á þessari þriggja daga yfirreið sem ekki vill að afgreiðslu þessa máls [matvælalöggjöf] verði frestað,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, en þingflokkur VG hefur undanfarna daga heimsótt fyrirtæki og haldið fundi um matvælaöryggi og framtíð íslensks landbúnaðar.

Þingmenn flokksins hafa heimsótt stofnanir og fyrirtæki í Reykjavík, Akureyri, Skagafirði, Húsavík og á Suðurlandi síðustu daga. Auk þingmannanna sækja fundina ýmsir aðilar úr landbúnaði og tengdum greinum, m.a. dýralæknar og forystumenn úr verkalýðshreyfingu og neytendamálum.

„Við leggjumst alfarið gegn því að þetta verði afgreitt núna og viljum skoða leiðir til að styrkja varnir innlendrar framleiðslu og ekki síst tryggja matvælaöryggi, en af því höfum við talsverðar áhyggjur í tengslum við þetta mál. Það hefur náðst glæsilegur árangur hér á landi í sýkingavörnum. Við höfum nánast náð að útrýma salmonellusmiti úr kjúklingum. Það hefur náðst mjög góður árangur í því að verjast kamfýlósýkingum. Almennt séð er íslensk vara af miklum gæðum og mjög örugg og við viljum ekki stofna því í hættu og teljum mjög slæmt ef Ísland þarf að fara út í þá breytingu að samþykkja óheftan innflutning á hráum vörum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert