Hiti á suðvestanverðu landinu fer í allt að 17 stig í dag, samkvæmt spá Veðurstofunnar en á öðrum stöðum verður 3-10 stiga hiti og hætt er við næturfrosti norðaustanlands. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að ekki hafi verið hlýrra á suðvesturhorninu í maíbyrjun um áraraðir.
Einar segir á heimasíðu sinni, að meðalhiti fyrstu 12 dagana í maí sé um 8,2°C. Svo hlýtt hafi ekki verið í höfuðborginni þessa sömu daga frá því 1961 en þá var vorkoman svo öflug að hitinn mældist 8,5°C.
Hlýtt var í Reykjavík í byrjun maí árið 2006 en var hitinn sjónarmun lægri.
Heimasíða Einars Sveinbjörnssonar