„Alveg í skýjunum með kjörið“

Gissur Guðmundsson, Hilmar B. Jónsson og Helgi Einarsson, glaðir í …
Gissur Guðmundsson, Hilmar B. Jónsson og Helgi Einarsson, glaðir í bragði eftir að tilkynnt var um kjörið á fundinum í gær.

„Ég er alveg í skýjunum með kjörið og hef fengið gríðarlegan fjölda hamingjuóska,“ segir Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari sem í gær var kjörinn heimsforseti Alheimssamtaka matreiðslumanna (WACS) á þingi þeirra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Matreiðslumeistararnir Hilmar B. Jónsson og Helgi Einarsson munu gegna stöðu varaforseta og ritara samtakanna í stjórnartíð Gissuar, en kosið var til fjögurra ára.

„Ég sá frábært markaðstækifæri í þessu fyrir okkur sem matreiðslumenn og land og þjóð,“ segir Gissur um kjörið, en þremenningarnir hafa allir víðtæka reynslu af matargerð. Alls eiga þrettán manns sæti í stjórn samtakanna.

Þetta var í fyrsta sinn sem kosið var um embætti forseta samtakanna og eitt annað framboð barst. Gissur sigraði örugglega í kosningunni, en hann fékk um 2/3 hluta atkvæða á þinginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert